Nýjast á Local Suðurnes

Fjögurra bíla árekstur á Njarðarbraut

Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Njarðarbrautar og Grænásvegar á fjórða tímanum í dag. Njarðarbraut var lokað að hluta á meðan bifreiðarnar voru færðar af vettvangi og var umferð beint um Grænásveg.

Einhverjar tafir voru á umferð vegna árekstursins en stóðu þó ekki lengi yfir.