Nýjast á Local Suðurnes

Margrét skoraði 8 mörk fyrir Grindavík – Einu marki frá meti Olgu Færsteh

Margrét Albertsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Grindavík í ótrúlegum leik sem fram fór á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar Grindavík tók á móti botnliði 1. deildar kvenna, Hvíta riddaranum. Lokatölur leiksins urðu 21-0 fyrir Grindavík sem gjörsamlega valtaði yfir Hvíta riddarann. Með sigrinum tyllti Grindavík sér aftur í toppsætið við hlið FH, en bæði lið eiga eftir að leika tvo leiki.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Grindavíkur algjörir frá fyrstu mínútu, enda skoruðu þær mark á rúmlega 4 mínútna fresti. Eins og áður sagði skoraði Margrét Albertsdóttir 8 mörk í leiknum og Sashana Campell 5.

Keflvíkingurinn Olga Fær­seth á þó markametið í 1. deild kvenna en hún skoraði 9 mörk í leik fyr­ir Kefla­vík gegn Stokks­eyri árið 1991.

Grind­vík­inga vantaði líka eitt mark til að jafna marka­met – Stærsti sig­ur í 1. deild kvenna er 22:0 en þær töl­ur litu dags­ins ljós árið 2004 þegar Kefla­vík burstaði Ægi með þeirri marka­tölu.