Bjóða út ræstingu á 35.000 fermetrum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í ræstingu á Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Þjónustan felst í grunnræstingu og ræstingatengdri þjónustu, viðhaldsræstingu, ræstingaviðveru sem og útkallsræstingu á þjónustutíma, en alls er um að ræða 35.000 fermetra svæði.
Í auglýsingu frá Isavia kemur fram að flugstöðinni sé er skipt upp í þrjá aðalhluta og felur þjónustuútboðið í sér að ræsta alla hluta byggingarinnar. Eftirfarandi nettóstærðir ræstra flata fyrir grunnræstingu og ræstingatengda þjónustu eru:
- Norðurbygging 21 þúsund m²
- Landgangur 2 þúsund m²
- Suðurbygging 12 þúsund m²
Þá er sérstaklega tekið fram að starfsemi sé í flugstöðinni allan sólarhringinn, allan ársins hring þegar flogið er og að þjónusta verksala skuli vera jafnt og þétt allan sólarhringinn, ekki er hægt að einskorða sig við dagvinnutíma.