Valdís hagnaðist um tæpar 40 milljónir króna
Ísbúðin Valdís hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna árið 2015. Hagnaður ársins 2014 var rétt um milljón meiri eða um 40 milljónir.
Eigið fé Valdísar í lok árs 2015 nam 39,5 milljónum samanborið við tæplega 41 milljón í lok árs 2014.
Ísbúðin er í eigu Suðurnesjamannsins Gylfa Þórs Valdimarssonar sem á 70% hlut og eiginkonu hans, Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu, sem á 30% hlut í fyrirtækinu.