Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar unnið liðakeppni taekwondo sex ár í röð

Um helgina var haldið Íslandsmót í Ólympíuhluta taekwondo, sem er bardagi. Taekwondodeild Keflvíkur stillti upp sterku liði að vanda. Keppt var á heimavelli að þessu sinni, en mótið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Keflvíkingar vörðu titilinn og sigruðu liðakeppnina ásamt því að fá 11 einstaklings íslandsmeistara.

Keflvíkingar hafa haldið þessum titli óslitið síðan 2010 og hafa samtals náð 11 liðstitlum á Íslandsmótum í taekwondo.