Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugul viðvörun – Snjókoma veldur versnandi akstursskilyrðum og mögulegum samgöngutruflunum

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofa gerir ráð fyriur austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og snjókomu á suðurhluta landsins í fyrramálið, 5. apríl.

Af þeim sökum hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun sem gildir einnig fyrir Suðurnesin. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflanir eru mögulegar.