Nýjast á Local Suðurnes

Vara við stormi – Rigning um helgina

Veðurstofa Íslands varar við stormi, en búast má við á mill 18-23 m/s við Suðurströndina fram eftir degi á morgun. Hiti verður á bilinu 7-13 stig.

Spáin næstu daga:

Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast nyrst. Súld eða rigning, einkum A-lands og hiti 5 til 14 stig, kaldast NA-til.

Á laugardag:
Austlæg átt, 5-13, hvassast nyrst og syðst. Dálítil rigning eða skúrir og hiti svipaður.

Á sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu):
Austlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil rigning NA-lands, annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið en heldur svalara á annan í hvítasunnu.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg átt, skýjað en úrkomulítið A-lands, en skýjað með köflum og skúrir V-til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast V-lands.