Nýjast á Local Suðurnes

Umsvifamikið byggingafélag hagnast um 800 milljónir króna

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, BYGG, hagnaðist um 804 milljónir á síðasta ári. Félagið er umsvifamikið á byggingamarkaði í Reykjanesbæ þar sem fyrirtækið byggir um þessar mundir um 300 íbúðir í Hlíðahverfi.

Tekjur félagsins drógust saman um 20% og námu 7,6 milljörðum. Félagið hyggst greiða út 130 milljónir króna í ár, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.