Nýjast á Local Suðurnes

Mjótt á mununum í útboði á Keflavíkurflugvelli

Einungis tvö fyrirtæki sendu inn tilboð í breytingar á byggingu 130 á Keflavíkurflugvelli þegar verkið var boðið út á dögunum, Íslenskir aðalverktakar hf. og Bergraf ehf.

Verkið fellst í endurnýjun á þaki og breytingum innanhúss. Samkvæmt vef Byggingar.is var tilboð Íslenskra aðalverktaka lægra eða 125.064.971 króna sem er 104,73% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Tilboð Bergrafs hljóðaði upp á 127.001.882 krónur eða 106,35% af kostnaðaráætlun, en verkkaupi reiknaði með að í verkið færu sléttar 119.419.000. krónur.