Nýjast á Local Suðurnes

Opna fyrir heimsóknir á HSS

Í kjölfar tilslakana á aðgerðum vegna sóttvarna í samfélaginu eru nokkrar breytingar á sjúkradeild HSS (D-deild) og á þjónustu ljósmæðravaktarinnar frá og með mánudeginum 18. maí. Sjá nánar hér að neðan.

LJÓSMÆÐRAVAKTIN

Konur sem eiga bókaðan tíma í mæðravernd eða ómskoðun mega hafa aðstandanda með sér í skoðun.

Aðstandandi má vera með konu í fæðingu og á sængurstofu eftir fæðingu. Aðrar heimsóknir eru þó ekki leyfðar.

D-DEILD
Heimsóknir á deildina verða leyfðar á milli kl 18-20 með ákveðnum skilyrðum:
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma í s. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma
• Tveggja metra nándarmörkum er aflétt milli gesta og sjúklings sem þeir vitja en eru í gildi milli gesta og annarra sjúklinga á deildinni.

*ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.