United Silicon gjaldþrota

Ekkert varð úr þinghaldi vegna greiðslustöðvunar United Silicon, sem fara átti fram klukkan 14 í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness, og mun stjórn fyrirtækisins skila inn beiðni þess efnis að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta fyrir lok dags.
United Silicon fékk í lok ágúst heimild til greiðslustöðvunar til 4. desember svo að unnt væri að rétta reksturinn af. Var heimildin síðan framlengd til 22. janúar.