Nýjast á Local Suðurnes

Boða til íbúafundar vegna loftmengunar þann 14. desember

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að boða til íbúafundar vegna ófyrirséðar loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.

Íbúafundurinn verður haldinn þann 14. desember næstkomandi klukkan 20:00 í Stapanum.  Á fundinum verða fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og frá Umhverfisstofnun.  Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður auk þess sem leyfðar verð fyrirspurnir úr sal.