Nýjast á Local Suðurnes

Ótrúleg endurkoma hjá Njarðvík – Haukur Helgi með sigurkörfu á lokasekúndum

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Það var búist við að viðuregn Njarðvíkinga og KR-inga, í undanúrslitum Dominos-deildarinnar, yrði spennandi og sú varð heldur betur raunin, þó útlitið hafi verið orðið ansi svart fyrir Njarðvíkinga á tímabili. Haukur Helgi Pálsson tryggði Njarðvíkingum sigurinn þegar rétt rúmar tvær sekúndur lifðu leiks, 88-86, en Njarðvíkingar voru á tímabili 24 stigum undir.

Njarðvíkingar hófu leikinn af krafti og voru sterkari aðilinn framan af fyrsta leikhluta eða allt þar til Haukur Helgi þurfti að fara af leikvelli vegna meiðsla, það gaf KR-ingum tækifæri á að komast yfir, sem þeir nýttu sér og leiddu að loknum leikhlutanum, 20.29. KR-ingar komus svo miklu ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og juku forskotið smátt og smátt og var munurinn í leikhléi 38-55 og KR-ingar þar með búnir að skora meira í fyrri hálfleik en í venjulegum leiktíma síðasta leiks.

KR-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi síðari hálfleiks og breytti þar engu þótt Michael Craion hafi fengið sína fjórðu villu, gestirnir virtust komnir í þægilega stöðu, 38:62 þegar skammt var liðið á hálfleikinn. Þá var komið að Loga Gunnarssyni að taka til sinna ráða, hann setti hvern þrist­inn á fæt­ur öðrum og minnkaði muninn í 9 stig þegar þegar rétt rúmar tvær mínutur voru til loka þriðja leikhluta. KR-ingar héldu þó sjö stiga forystu inn í síðasta leikhlutann, 63-70.

KR-ingar héldu sömu forystu þar til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, vörn Njarðvíkinga small saman og Haukur Helgi og Maj­ei Bag­inski settu sína körfuna hvor og minnkuðu muninn í þrjú stig og Craion fékk sína fjórðu villu. Leikurinn var svo í járnum þar til Haukur Helgi skoraði sigurkörfu leiksins þegar rétt um tvær sekúndur voru eftir, 88-86, urðu lokatölurnar.

Hauk­ur Helgi Páls­son skoraði 27 stig, Logi Gunn­ars­son 23 og Maciej Stan­islav Bag­inski 19.