Boða til fundar um umhverfismál
Umhverfisnefnd sveitarfélagsins Voga boðar til íbúafundar um umhverfismál miðvikudaginn 4.mars klukkan 19:30 í Álfagerði.
Á fundinn koma Steinþór Þórðarson forstjóri Kölku og Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra. Þau munu ræða um flokkunarmál og svara spurningum sem kunna að brenna á íbúum varðandi þau.
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir verður með fræðsluerindið „sorp, lærdómsferli fjölskyldu“ en hún og fjölskylda hennar hafa æft sig mikið í að verða ábyrgir neytendur. Þau hafa markvisst minnkað allt sorp heimilisins. Þóra ætlar að segja frá reynslu sinni af ferlinu og fræða um leiðir til umhverfisvænna lífs.
Skemmtilegur og upplýsandi vettvangur þar sem íbúar geta fræðst um þessi brennandi málefni. Að auki geta fundarmenn komið á framfæri vangaveltum sínum um umhverfismál almennt, í Vogum. Tekið verður á móti hugmyndum/athugasemdum á fundinum sem uhverfisnefnd mun vinna úr.
Í tilkynningu kemur fram að kaffi verði á könnunni og að vonast er eftir því að sem flestir sjái sér fært að mæta.