Nýjast á Local Suðurnes

Árlegt morgunverðarhlaðborð Kkd. Keflavíkur á laugardag

Hið árlega morgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur orðið að árlegum viðburði á Ljósanótt og í ár verður engin undantekning. Hlaðborðið verður að venju í TM – höllinni á laugardaginn milli 10 og 13.
Á boðstólum verður meðal annars þetta klassíska, egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði.
Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi og styrðja þannig við bakið á Körfuknattleiksdeildinni. Verðin eru síðan ekki af verri endanum, en 5 ára og yngri fá frítt að borða, 6 – 12 ára greiða einungis 750 kr. og 13 ára og eldri 1.500 kr.