Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær vinnur að umbótaverkefnum í samstarfi við vinabæi

Fulltrúar vinabæjanna Reykjanesbæjar, Kerava, Kristiansand og Trollhättan skrifuðu undir vinabæjarsamning á nýafstöðnu vinabæjarmóti í Trollhättan og halda þar með áfram áratugalöngu vinabæjarsamstarfi. Þá hófst vinna við þrjú umbótarverkefni sem vinabæirnir munu vinna sameiginlega að á næstu tveimur árum.

Í Trollhättan hófst vinna við þrjú umbótarverkefni sem fulltrúar Reykjanesbæjar taka þátt í ásamt vinabæjunum. Fyrst er að nefna umbætur og þróun rafrænnar stjórnsýslu, þá móttöku erlendra nýbúa og loks hvernig draga megi úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum.