Nýjast á Local Suðurnes

Tvö þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Reykjanesbæjar vegna kísilvera

Um tvö þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ, þar sem farið er fram á að sveitarfélagið rifti samningum við Thorsil vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilmálmverksmiðju í Helguvík.

Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar telja forsendur til riftunar vera fyrir hendi þar sem Thorsil hefur ekki staðið skil á þeim gjöldum sem fyrirtækið átti að greiða til sveitarfélagsins fyrir tveimur árum. Þá skora þeir sem skrifa undir einnig á Umhverfisstofnun að gefa ekki út nýtt starfsleyfi fyrir kísilmálmverkmiðju Thorsil að svo komnu máli, auk þess sem þess er krafist að rannsókn fari fram á þeim forsendum sem lágu til grundvallar útgáfu starfsleyfis til United Silicon.