Nýjast á Local Suðurnes

Flugstöðin verður stærsta mannvirki á Íslandi sem opið er almenningi

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars við viðbyggingu við suðurbyggingu og eru enn meiri framkvæmdir fyrirhugaðar á næstu árum.

Þegar 7.000 fermetra viðbygging við suðurbyggingu flugstöðvarinnar verður tekin í notkun verður Flugstöð Leifs Eiríkssonar stærsta mannvirki á Íslandi sem opið er almenningi. Að þeirri framkvæmd meðtalinni hefur samtals verið fjárfest fyrir 15 milljarða í afkastaaukandi framkvæmdum á flugvellinum síðan 2015.

Meðal verkefna sem egar hefur verið farið í má nefna 10.000 fermetra stækkun flugstöðvarinnar, nýtt og afkastameira farangursflokkunarkerfi, ný flugvélastæði og endurnýjun flugbrauta auk annarra verkefna.