Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar ætla sér alla titla sem í boði eru

Grindvíkingar hafa styrktu lið sitt mikið fyrir tímabilið

Einn af betri leikmönnum Íslands í kvennakörfunni, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, hefur skrifað undir samning um að leika með Grindavík. Sigrún hóf leik í vetur á heimaslóðum með Skallagrími þar sem hún skoraði 31,5 stig að meðaltali í leik og tók 8,5 fráköst, en hún lék í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn vetur. Það er enginn vafi á því að þarna er á ferðinni gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Grindavíkurliðið sem hefur í kjölfarið sett markið hátt fyrir komandi vetur.

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur segir: Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks.“