Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur í boði Nettó

Verslunin Nettó mun bjóða Suðurnesjamönnum frítt í Ljónagryfjuna á föstudaginn en þá taka Njarðvíkingar á móti erkifjendunum úr Keflavík. Leikir liðanna hafa verið hin mesta skemmtun í gegnum tíðina og væntanlega verður engin undantekning þar á um helgina enda liðin bæði með fullt hús stiga í Dominos-deildinni.

Í gegnum tíðina hafa þessi tvö lið eldað grátt silfur og hefur baráttan verið hörð. Undan því verður ekki vikið núna á föstudaginn þar sem að við fáum erkifjendur okkar í heimsókn í nágrannaslag.

Leikir sem þessir hafa getið af sér gott orð hvað gæði leiksins varðar og er margur spekingurinn á því að betri leiki er vart finnandi í körfubolta hér á landi, segir á Fésbókarsíðu Njarðvíkinga.

Leikurinn fer fram á föstudagskvöld og hefst klukkan 19:15.