Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara: “Gerði fullt af litlum mistökum á síðustu heimsleikum”

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu mætast í einvígi á vegum Crossfit Games í Colorado Springs, í Bandaríkjunum í kvöld. Einvígið hefst um klukkan 12 á miðnætti og verður sýnt í beinni útsendingu á vef keppninnar.

Ragnheiður Sara var í stórskemmtilegu viðtali við Pat Sherwood um einvígið sem fram fer í kvöld og heimsleikana sem hún tók þátt í á síðasta ári, en í viðtalinu sem sjá má hér fyrir neðan, kemur meðal annars fram að hún hafi gert mikið af “litlum” mistökum og komi til með að koma mun betur undirbúin til leiks á næstu heimsleika – Þá mun hún skilja stressið eftir heima.