Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara tekur þátt í liðakeppni CrossFit Games

Ragnheiður Sara á verðlaunapalli - Mynd: Berglind Sigmundsdóttir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tekur um þessar mundir þátt í liðakeppni CrossFit Games, en liðsfélagi hennar í keppninni er ein af bestu crossfitkonum heims, Sam Briggs. Liðakeppnin fer þannig fram að keppendur framkvæma átta æfingar í sitthvoru lagi á sínum heimavelli yfir tveggja vikna tímabil að viðstöddum dómara, sem skilar niðurstöðunum inn til keppnishaldara.

Ragnheiður Sara og Briggs eru sem stendur í öðru sæti í keppninni, en aðal keppinautar þeirra eru þær Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem verma fyrsta sætið þegar keppnin er hálfnuð.

Líkt og í öðrum keppnum á vegurm CrossFit Games eru peningaverðlaun í boði fyrir efstu sætin og fá sigurvegarar keppninnar rúmlega eina milljón króna í sinn hlut og annað sætið gefur um 600.000 krónur.