Nýjast á Local Suðurnes

Búist við miklum mannfjölda í kvöld – Aukinn viðbúnaður lögreglu

Lög­reglan á Suðurnesjum verður með aukinn viðbúnað í tenglsum við hátíðarhöld á Lhósanótt í kvöld, en gera má ráð fyr­ir því að allt að 20 þúsund manns verði á svæðinu. Eitthvað var um áflog á svæðinu í nótt, en engin alvarleg mál komu upp að sögn lögreglu í viðtali við mbl.is.

Lögregla mun njóta liðsinnis Lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, en fram hefur komið í fréttum að sérsveitarmenn verði vopnum búnir.

Ljós­anótt nær hápunkti í kvöld með flug­elda­sýn­ingu en fjöl­marg­ir viðburðir verða í bæn­um í all­an dag og langt fram á nótt en hægt er að nálg­ast ít­ar­lega dag­skrá hér.