Nýjast á Local Suðurnes

Knattspyrnudeild auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur auglýst starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur laust til umsóknar. Ingvar Georgsson hefur gengt starfinu undanfarin misseri. Samkvæmt auglýsingunni er það stefna knattspyrnudeildar að Keflavík verði áfram í fremstu röð knattspyrnuliða á Íslandi. Mjög öflugt uppbyggingarstarf er hjá Keflavík og fjöldi iðkenda.

Helstu verkefni framkvæmdastjóra
• Stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar
• Kemur að fjáröflun í samvinnu við stjórn
• Samskipti við aðila innan og utan deildar
Hæfniskröfur:
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Dugnaður og frumkvæði
• Reynsla í stýringu fjármála
• Þekking á íþróttahreyfingunni
• Góð tök á íslensku máli
• Góð tök á notkun samfélagsmiðla
Nánari upplýsingar veita Ingvar Georgsson 8990557 starfandi framkvæmdastjóri eða Jón Ben formaður S: 6995625 E mail jben@internet.is
Umsókn og fylgiskjöl sendist á kef-fc@keflavík.is Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 15-01-2017.