Nýjast á Local Suðurnes

Neyðast til að loka bókalúgunni

Engar undanþágur eru veittar til þess að halda bókasaöfnum opnum um þessar mundir og eru engin útlán leyfð, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast, og því hefur þurft að loka bókalúgunni á bókasafninu í Suðurnesjabæ.

Í tilkynningu segir að bókasafnið verði opnað um leið og grænt ljós fáist og eru íbúar, stóra sem smáir, hvattir til þess að halda áfram að lesa, nota tæknina og ná sér í rafbækur eða jafnvel hefja skrif á sínum eigin sögum og ljóðum.