Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur í Ljónagryfju

Njarðvíkingar hafa náð að skapa skemmtilega stemningu á leikjum kvennaliðsins, sem hefur komið á óvart í deildinni

Einn leikur er á dagskrá í dag í Dominos-deild kvenna og er um að ræða grannaslag af bestu gerð þegar Njarðvíkurstúlkur taka á móti Grindavík í Ljónagryfjunni.

Fyrir leikinn eru Njarðvíkingar, sem hafa komið á óvart í deildinni, ásamt Val í 5.-6. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Grindavíkurstúlkur, sem eru í vandræðum og hafa tapað fjórum síðustu leikjum sínum verma neðsta sætið með 6 stig.