Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir lögreglumenn og einn bíll frá Suðurnesjum á þjóðhátíð

Samstarf lögreglunnar á Suðurnesjum og í lögreglunnar í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð hefur gengið vel undanfarin ár en að þessu sinni eru fjórir lögreglumenn og eitt ökutæki frá lögreglunni á Suðurnesjum að störfum í Vestmannaeyjum.

Þjóðhátíð í Vestmanneyjum var sett í 141. skipti í dag og er langstærsta útihátíð landsins en áætlað er að 14-16.000 manns muni sækja Vestmannaeyjar heim í ár þannig að gera má ráð fyrir að lögreglumennirnir frá Suðurnesjum muni hafa nóg fyrir stafni þessa þrjá daga sem þeir verða við störf á þjóðhátíð.