Nýjast á Local Suðurnes

Aukning smita á landsvísu en fækkun á Suðurnesjum

Töluverð aukning er á landsvísu í kórónuveirusmitum, en alls greindust 19 einstaklingar með veiru nú á landinu öllu í gær. Smit sem greinast á Suðurnesjum fer þó fækkandi, en einungis tveir einstaklingar eru í einangrun á Suðurnesjum vegna Covid 19 smita, en það undanfarna daga hafa þeir verið 6-8.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is. Alls eru þó 46 einstaklingar í sóttkví sem er töluverð fjölgun.