Matvöruverslun á Suðurnesjum komin með vínveitingaleyfi
Verslun 10-11 í Leifsstöð hefur fengið vínveitingaleyfi. Verslunin er staðsett við komuhliðið á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan fríhöfnina og því geta allir verslað í búðinni, sama hvort þeir séu á leið í flug eða ekki.
Veitingaleyfið var gefið út af Sýslumanninum á Suðurnesjum í janúar og er það ótímabundið. Leyfið kveður þó á um að hægt sé að selja áfengi í versluninni allan sólarhringinn, sem tíðkast almennt ekki annars staðar. Verslunin selur einungis eina tegund af áfengi, belgíska bjórinn Stella Artois með 4,6 prósenta vínanda, segir í frétt á vef Vísis, sem greindi fyrst frá.