Nýjast á Local Suðurnes

Býst við að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði nálægt 20 prósentum

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson, á von á að atvinnuleysi á svæðinu gæti farið nálægt 20% um miðjan maí. Atvinnuleysið mælist nú um 10%, en í samtali við Gunnar Smára Egilsson, blaðamann á Samstöðinni, sagði Kjartan Már að búast mætti við að stór fyrirtæki á svæðinu færu að draga saman seglin strax um næstu mánaðarmót.

Kjartan Már sagði Reykjanesbæ þó betur í stakk búinn til að takast á við vandann að þessu sinni en oft áður. Allt viðtalið við Kjartan má er að finna hér fyrir neðan og er bæjarstjórinn fyrsti viðmælandinn.