Fækka fundum neyðarstjórnar

Ákveðið hefur verið að fundir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar verði framvegis þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Stjórnin, sem skipuð er öllum helstu yfirmönnum sveitarfélagsins, hefur fundað daglega undanfarinn hálfan mánuð. Ef eitthvað aðkallandi kemur upp verður boðað til aukafundar.