Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar skipta um erlendan leikmann – Myndband!

Dominique Elliott er nýr leikmaður Dominos-deildarliðs Keflavíkur í körfuknattleik, en hann leysir Stanley Robinson af hólmi, en sá stóð ekki undir væntingum. Frá þessu er greint á Karfan.is.

Elliott spilaði með Maryland Eastern Shore háskólanum og spilaði síðasta tímabil í Slóveníu með liði Krka. Elliott hóf tímabilið í ár í Swiss þar sem hann lék með liði Genf en fékk ekki áframhaldandi samning þar, samkvæmt frétt Karfan.is. Elliott er 2 metra hár framherji/miðherji og um 118 kg.