Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar fá fyrrum NBA leikmann – Myndband!

Stanley Robinson

Keflavík hefur samið við bandarískan leikmann fyrir átökin í Dominos deild karla. Sá heitir Stanley Robinson og er 29 ára, 206 cm framherji, sem hefur meðal annars staldrað hjá NBA-deildarliði Orlando Magic.

Robinson var valinn í annarri umferð NBA nýliðavalsins árið 2010 af Orlando Magic og gerðu þeir eins árs samning við hann. Hjá þeim náði hann hinsvegar ekki að komast að. Þaðan fór hann til Rio Grande Valley Vipers og síðan Iowa Energy í NBA G deildinni þar sem hann lék tímabilið 2011-12, segir á vef Karfan.is, en þar má finna frekari upplýsingar um leikmanninn.

Fyrir var Keflavík með bandaríkjamanninn Cameron Forte sem erlendan leikmann í liði sínu, en hann mun ekki verða með liðinu áfram.