Nýjast á Local Suðurnes

Vonast til að klára rannsókn á hnífstungumáli sem fyrst – Bíða eftir niðurstöðum tæknideildar

Rann­sókn stend­ur enn yfir á hnífstungu­árás­ sem átti sér stað þegar átök brutust út á milli tveggja hópa í Reykjanesbæ á ný­ársnótt. Átján ára piltur var stunginn fimm sinnum með hnífi og voru áverkarnir lífshættulegir. Tveir voru úrskurðaðir í gæluvarðhald vegna málsins, en þeim hefur verið sleppt úr haldi.

Lög­regla bíður helst niðurstaða tækni­deild­ar til þess að hægt sé að ljúka rannsókninni, segir Sveinbjörn Halldórsson, rannsóknarlögregumaður, í samtali við mbl.is. Um tuttugu manns hafa verið teknir í skýrslutöku vegna málsins og von­ast lögregla til að klára rannsókn þess sem allra fyrst.