Nýjast á Local Suðurnes

Hraunið gæti náð að Suðurstrandavegi á næstu dögum

Hraunið úr eld­gos­inu við Fagra­dals­fjall er að verða komið yfir skarðið í eystri Mera­döl­um og stefn­ir það í átt að Suður­strand­ar­vegi. Um fjór­ir kíló­metr­ar eru frá skarðinu og að veg­in­um og gæti það tekið hraunið um tvær til þrjár vik­ur, eða jafn­vel nokkra daga, að kom­ast þangað ef sami kraft­ur helst í gos­inu.

Þetta seg­ir Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur, í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Ármanns er fram­leiðnin í eld­gos­inu nú um 15 rúm­metr­ar á sek­úndu, sem er svipað og hef­ur verið und­an­farna daga.

Mynd: Jakob Gunnarsson