Nýjast á Local Suðurnes

Courtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röð

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ hefur unnið til verðlauna annað árið í röð sem Leiðandi Viðskiptahótel Íslands 2022 eða Iceland’s Leading Business Hotel 2022.

World Travel Awards athöfnin var haldin á Mallorca, Spáni þann 1. Október síðastliðinn en athöfnin var rafræn árið áður vegna heimsfaraldursins.

Teymi frá hótelinu ferðaðist til Mallorca og voru viðstödd við athöfnina til þess að taka á móti verðlaununum.

Það er mikill heiður að hafa unnið þessi verðlaun annað árið í röð. Hótelið er nýlegt og opnaði fyrir fyrstu gestunum árið 2020. Courtyard by Marriott er rekið undir Marriottkeðjunni sem tryggir að gæðin séu ávallt í fyrirrúmi. Hótelið býður uppá 150 Deluxe herbergi sem sameina þægindi og virkni. Veitingarstaðurinn býður einnig uppá vinnusvæði og bása með skjám og innstungum sem henta fyrir óformlega vinnufundi. Á hótelinu eru einnig tvö fundarherbergi, sem hægt að sameina fyrir stærri viðburði.