Nýjast á Local Suðurnes

Lokanir á Reykjanesbraut vegna framkvæmda við hringtorg – Umferð beint inn í Reykjanesbæ

Verktaki mun leggja malbik á hringtorg við Aðalgötu, í dag, fimmtudag. Umferð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður þá beint um hjáleið niður Garðveg og Heiðarberg inn á Hringbraut. Þaðan geta vegfarendur komist á ný inn á Reykjanesbraut um Grænásbraut eða Fitjar.

Umferð um Reykjanesbraut verður á vestari helmingi hringtorgsins framan af degi, en færist svo á þann eystri. Þá opnast jafnframt fyrir umferð um Aðalgötu. Hjáleiðir eru sýndar á meðfylgjandi myndum. Reynt verður eftir fremsta megni að stytta verktímann.

Engin breyting verður við Þjóðbraut að svo stöddu.