Nýjast á Local Suðurnes

Farþegi lést í flugi WOW-air á leið til Íslands – Farþegar reyndu fyrstu hjálp

Erlendur karlmaður um sjötugt lést um borð í farþegaþotu frá Wow-Air í gær. Þetta kemur fram á vef Vísis, en Nútíminn greindi fyrst frá málinu. Þotan var á leið með farþega frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkur. Maðurinn var á leiðinni til Bandaríkjanna frá Frankfurt með millilendingu á Íslandi.

Í samtali við Vísi segist lögreglan á Suðurnesjum hafa verið með töluverðan viðbúanað á Keflavíkurflugvelli vegna málsins. Var farið beint um borð í þotuna við lendingu ásamt lækni þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn. Hjúkrunarfræðingur og læknanemi sem voru farþegar í þessu flugi höfðu reynt fyrstu hjálp á manninum sem bar ekki árangur. Maðurinn verður krufinn hér á landi og liggur því dánarorsökin ekki fyrir að svo stöddu.

Lögreglan telur að dauða mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.