Von á sjö vélum á KEF á mánudag

Fyrsta flugvélin sem kemur til landsins þegar nýjar reglur um komu farþega til landsins taka gildi á mánudag kemur frá Kaupmannahöfn á vegum SAS og lendir á Keflavíkurflugvelli um klukkan 10:30 fyrir hádegi.
Sex aðrar vélar eru á áætlun þann dag, samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar, en þær koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi.
Allir farþegar um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. þá verður skimað fyrir kórónuveirunni á vellinum og verða tíu básar nýttir til þess, en unnt verður að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund.