Nýjast á Local Suðurnes

Fá smit greinast á Suðurnesjum og margir klára sóttkví

Enn greinast nokkuð fá kórónuveirusmit á Suðurnesjum á degi hverjum, en nú eru 54 einstaklingar smitaðir af veirunni á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is.

 Þá hefur töluverður fjöldi Suðurnesjafólks snúið úr sóttkví, en nú sæta 378 einstaklingar sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef, en voru vel á fimmta hundrað fyrir nokkrum dögum.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birtir reglulega fréttir af starfseminni á Facebook og eru Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook.