Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn með fjölda verðlauna á Redneck-mótinu í Rallycrossi – Myndband!

Suðurnesjamenn voru sigursælir á Redneck-bikarmótinu í Rallýcrossi sem fram fór um helgina. Ágúst Aðalbjörnsson sigraði mótið, í opnum flokki, Sigurður Arnar Pálsson lenti í öðru sæti og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem keppti á sínu fyrsta móti, lenti í því þriðja.  Suðurnesjamenn hirtu einnig öll verðlaun í 2000 flokki, auk fjölda annara verðlauna.

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þá þrjá, Ágúst, Sigurð og Sveinbjörn, etja kappi.

redneck motorcross