Nýjast á Local Suðurnes

Óvæntur sigur hjá Þrótti á Vængjum Júpiters

Þróttarar úr Vogum unnu óvæntan og mikilvægan sigur á Vængjum Júpiters í þriðju deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en Vængirnir eru í efri hluta deildarinnar en Þróttarar í þeim neðri.

Það voru Vængirnir sem byrjuðu betur í Grafarvogi og komust yfir eftir um 20. mínútna leik, Vogamenn náðu að jafna rétt fyrir leikhlé, með marki Arnars Þórs Tómassonar. Kristinn Aron Hjartarsons skoraði svo sigurmark Þróttar á 63. mínútu.

Næasti leikur liðsins er næstkomandi föstudagskvöld, en þá fær liðið nágranna sína, Reyni Sandgerði í heimsókn. Þróttarar eru í 7. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki og fögnuðu vel eftir leikinn í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.