Nýjast á Local Suðurnes

Dominos-deildin: Njarðvík og Grindavík töpuðu

Njarðvíkingar töpuðu gegn spræku liði Þórs frá Akureyri í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, 105-94. Sigur Þórsara var sanngjarn en liðið var með 4-6 stiga forystu nær allan leikinn.

Jeremy Atkinson var stigahæstur Njarðvíkinga með 31 stig og Björn Kristjánsson skoraði 21.

Grindvíkingar léku gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og áttu í miklu basli. Stjörnumenn náðu mest 18 stiga forskoti í leiknum og höfðu að lokum 11 stiga sigur, 75-64.

Þorleifur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld með 13 stig og þeir Lewis Clinch Jr. og Ólafur Ólafsson skoruðu 12 stig hvor.

Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig en Njarðvíkingar í því sjötta með 8 stig, eftir níu umferðir.