Grindavík lagði Stjörnuna – Keflavík tapaði gegn Haukum

Kvennalið Grindavíkur og Keflavíkur léku í Dominos-deild kvenna í gær, Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni í Ásgarði en Keflvíkingar sem hafa átt erfitt með að ná í stig á útivelli í vetur töpuðu gegn Haukum í Hafnarfirði.
Leikur Hauka og Keflavíkur var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun að leikurinn yrði Keflvíkingum erfiður. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-15 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og náðu fljótt 20 stiga forskoti sem þær héldu út leikinn, lokatölurnar í Hafnarfirði 89-69.
Sandra Lind Þrastardóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig.
Whitney Frazier skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga í góðum sigri á Stjörnunni í Ásgarði, 62-81.
Keflavík og Grindavík eru með sextán stig í 3.-5. sæti deildarinnar.