Nýjast á Local Suðurnes

Kjörstaðir í Garði og Sandgerði opnir til klukkan 22

Íbúakosning um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna Sand­gerðis og Garðs fer fram í dag. Kosið er í Gerðaskóla í Garði og Grunn­skól­an­um í Sand­gerði og stend­ur at­kvæðagreiðsla til klukk­an 22 í kvöld. Von er á niður­stöðum fyr­ir miðnætti, en meiri­hluta þarf í hvoru sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig til að sam­ein­ing­in verði að veru­leika.

Í grein­ingu KPMG á áhrif­um sam­ein­ing­ar kemur meðal ann­ars fram að með sam­ein­ingu yrði til fjár­hags­lega sterkt sveit­ar­fé­lag með um 3.200 íbúa, álíka fjöl­mennt og Grinda­vík.