Nýjast á Local Suðurnes

Leggja stíg umhverfis Seltjörn – Stefna á frekari uppbyggingu á svæðinu

Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að því að leggja lokahönd á gerð stígs umhverfis Seltjörn sem verður um 2 kílómetra langur. Vonir standa til að hægt verði að byggja upp frekari aðstöðu við Seltjörn og Sólbrekkuskóg og gera að útivistarparadís.

Stígurinn er lagður möl og fræs er notað sem yfirborðslag. Fræs er malbikskurl, en allt malbik sem til fellur er mulið niður og notað í stígagerð hjá Reykjanesbæ. Samskonar efniviður var notaður við stígagerð í framtíðar Njarðvíkurskógum, sem er svæðið ofan Bolafótar og að Þjóðbraut.