Nýjast á Local Suðurnes

Thelma Lind keppir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Thelma Lind Einarsdóttir hefur verið valin til keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. – 27. júlí 2019. Lokaskráning gerir ráð fyrir að Ísland verði með samtals 34 keppendur á leikunum, 23 stráka og 11 stelpur. Þá munu liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum auk þess sem einn aðili fer sem ungur sendiherra.

Thelma Lind mun keppa fyrir Íslands hönd í tveimur greinum, 400 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er einn stærsti viðburður á sviði íþrótta fyrir ungt fólk í Evrópu en um 3.600 keppendur á aldrinum 14-18 ára mæta til keppni á hátíðinni að þessu sinni.