Nýjast á Local Suðurnes

Hagnaður Bláa lónsins 1,8 milljarður króna

766.000 gestir heimsóttu lónið árið 2014

Tekjur Bláa lónsins hf. námu 6.176 milljónum króna í fyrra. Hagnaður eftir skatta nam 1.802 milljónum, þetta kemur fram í Viðskipablaðinu í dag. 766.000 heimsóknir voru skráðar á síðasta ári em er met.

EBITDA var 2.646 milljónir króna, eða 42,8% af veltu. Eiginfjárhlutfall nam 36% og handbært fé frá rekstri var 2.407 milljónir króna. Eignir félagsins voru í árslok metnar á 7.273 milljónir króna.

Aðalfundur félagsins, sem var haldinn fyrr í dag, samþykkti arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 1.191 milljónum króna.

Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein.  Nýtt met var sett í fjölda heimsókna í Bláa Lónið árið 2014 en þær voru 766 þúsund talsins.  Sumarið 2014 störfuðu 364 manns hjá Bláa Lóninu,” segir Grímur Sæmundsson, forstjóri Bláa lónsins í tilkynningu.