Nýjast á Local Suðurnes

Hagnaður HS Orku dregst saman um nær milljarð króna

HS Orka hefur birt árshlutareikning fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að rekstrartekjur HS Orku voru 5.388 milljónir króna og hækkuðu um 1,4% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við fyrra ár.

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrstu níu mánaða ársins nam 290 milljónum króna samanborið við 1.198 milljónum króna árið áður. Heildarafkoma félagsins var jákvæð um 172 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 1.142 milljónir króna í fyrra.

Í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar segir meðal annars að rekstur fyriryækisins gangi vel, “þrátt fyrir neikvæða afkomu af reiknuðum fjármagnsliðum. Tekjur jukust á milli ára um 77 m.kr. en rekstrarkostnaður lækkaði um 28 m.kr.. Tekjur hafa aukist bæði frá smásölumarkaði og frá stórnotendum.  Rekstrarkostnaður orkuvera hefur aukist nokkuð, orkukaup hafa aukist talsvert og flutningskostnaður hækkað sömuleiðis.”

Lækkun á framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði nam 2.156 m.kr. á tímabilinu en var neikvæð um 177 m.kr. á fyrstu níu mánuðum 2014, segir einnig í tilkynningu fyrirtækisins.