Nýjast á Local Suðurnes

Fari með jólatré á grenndastöðvar

Reykjanesbær býður íbúum að skila jólatrjám við hlið grenndastöðva í sínu hverfi eftir helgina. Ekki skal skilja trén eftir við lóðamörk í bænum líkt og boðið hefur verið upp á undanfarin ár.

Íbúar eru beðnir um að leggja tré snyrtilega við hlið grenndarstöðva – en ekki fyrir framan gáma – svo þau fjúki ekki eða valdi óþægindum. Ekki skal skilja trén eftir við lóðamörk í bænum, segir í tilkynningu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar munu sækja trén þangað og koma þeim í endurvinnslu.

Kort af grenndarstöðvum má finna hér www.map.is/reykjanesbaer Velja “Umhverfi” og svo “Grenndar- og endurvinnslustöðvar”

Þá eru íbúar hvattir til að hirða upp flugeldaruslið. Þeir sem eru með lítið rusl geta flokkað það heima í viðeigandi tunnur, en stórtækari flugeldanotendur gætu þurft að fara með sitt rusl í Kölku, segir í tilkynningunni.